Opna skiptimarkað fyrir jólaskraut

Lumar þú á gömlu jólaskrauti sem á skilið nýtt líf?
Lumar þú á gömlu jólaskrauti sem á skilið nýtt líf? Kristinn Magnússon

 „Ekki henda gamla jólaskrautinu þínu, gefðu því nýtt líf og tækifæri til þess að gleðja aðra“ er yfirskrift nýs skiptimarkaðar fyrir jólaskraut í Efnismiðlun á Sævarhöfða og í Breiðhellu.

Á morgun mun SORPA opna skiptimarkað fyrir jólaskraut. Markaðurinn verður opinn um helgina frá 14 til 17:30.

Forsvarsmenn markaðarins hvetja alla til þess að koma og gefa gamla jólaskrautið sitt, einnig getur fólk mætt og gefið gömlu skrauti nýtt líf alveg endurgjaldslaust.

Hér má nálgast frekari upplýsingar um viðburðinn

mbl.is