Svartur reykur á Seltjarnarnesi

Allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út á fjórða tímanum þegar svartur reykur barst frá bílaverkstæði á Seltjarnarnesi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu kom í ljós þegar fyrsti bíll mætti á vettvang að um minni háttar reyk var að ræða.

Reykur kom upp úr strompi á bílaverkstæðinu og var málið fljót afgreitt.

mbl.is