Guðmundur með gleði jólanna að leiðarljósi

Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson.
Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson.

Gítarleikarinn og lagasmiðurinn Guðmundur Jónsson hefur komið víða við í tónlistinni á löngum ferli. Fyrir jólin í fyrra gaf hann út fyrstu tvö lög verkefnisins „Jóladraumur“ og um þessar mundir koma út þrjú jólalög til viðbótar, en til stendur að halda útgáfunni áfram á næstu árum með um 10 til 12 laga pakka í huga.

Verkefnið á sér um átta ára aðdraganda. Guðmundur segir að 2013 hafi Kristján Hreinsson sent sér texta upp úr þurru og beðið sig um að semja lög við þá. „Mér fannst þetta vera töluverð áskorun því yfirleitt sem ég fyrst lögin og síðan koma textarnir seinna.“ Í grunninn hafi textarnir verið söngleikjahugmynd og því hafi hann fengið Jóhann Sigurðarson leikara inn í dæmið, en engu að síður hafi hvorki gengið né rekið í nokkur ár. „Ég á unga drengi, hef endurupplifað jólin með þeim og langaði að búa til jólamúsík. Ég dustaði því rykið af lögunum við texta Kristjáns í fyrrnefndu áhlaupi og ákvað að gefa þau út sem jólalög enda fannst mér einhver áferð á þeim sem var sérstök, jafnvel jólaleg.“

Andinn úr Jólaævintýri Charles Dickens svífur yfir vötnum, að sögn Guðmundar. Í bókinni er fjallað um Ebeneser Scrooge, ríkan en nískan mann. Hann þolir ekki jólin en allt breytist eina jólanótt og hann sér ljósið. „Lögin eru lauslega byggð á sögunni með það að leiðarljósi að finna gleði jólanna.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »