Hildur vill verða borgarstjóri

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Sigurður Bogi

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, hyggst bjóða sig fram í fyrsta sæti á lista flokksins í borgarstjórnarkosningunum í vor. Stefnir hún á að vera borgarstjóri og setja bæði samgöngu- og leikskólamál í forgang.

„Með sjálfstæðismönnum vil ég skapa borg sem virkar fyrir fólk og fyrirtæki. Höfuðborg sem setur fjölskyldur í forgang - skóla sem mæta fjölbreyttum þörfum og leikskóla sem tryggja inngöngu strax í kjölfar fæðingarorlofs,“ tilkynnti Hildur á Facebooksíðu sinni í dag.

Segist hún vilja borgarumhverfi sem styðji við fjölbreytileika mannlífsins og laði að sér hæfileikafólk með úrvali atvinnutækifæra, lifandi menningu, spennandi búsetukostum og greiðum samgöngum fyrir alla.

Ég vil borg sem ryður veginn fyrir þá sem vilja sækja fram og styður við hugmyndaauðgi og verðmætasköpun. Umhverfisvæna höfuðborg sem byggist á frjálsum valkostum, jöfnum tækifærum, frjálsu framtaki og hagkvæmum rekstri. Ég vil lifandi smáborg með heimsborgarhjarta - frjálsa og blómstrandi.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert