Tveir vilja „bjarga“ bílum úr göngunum

Hvalfjarðargöng.
Hvalfjarðargöng. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Tvö tilboð bárust í verkið „Hvalfjarðargöng, bílabjörgun 2022-2024“. Tilboð voru opnuð nýlega hjá Vegagerðinni, sem rekur göngin fyrir hönd ríkisins.

Gísli Stefán Jónsson ehf., Akranesi, bauðst til að vinna verkið fyrir krónur 79.980.000. Er það nokkru hærri upphæð en áætlaður verktakakostnaður, sem var 70 milljónir. Vaka hf., Reykjavík, bauð krónur 187.673.000. Verið er að yfirfara tilboðin hjá Vegagerðinni.

Fram kemur í útboðsgögnum að um sé að ræða að fjarlægja bifreiðir, ferðavagna og önnur ökutæki sem hamla umferð og umferðaröryggi í eða við göngin, t.d. vegna bilana, óhappa eða slysa. Einnig að fjarlægja og flytja aðskotahluti á vegi. Bjóðendur þurfa að ráða yfir ökutækjum til að flytja bíla, dráttarbifreið og kranabifreið.

„Því miður höfum við ekki aðgengilegar tölur um fjölda bíla sem hefur verið „bjargað“, það er einfaldlega ekki aðgengilegt í kerfinu okkar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »