Engin aðhaldskrafa gerð á Ríkisútvarpið

Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eiga framlög úr ríkissjóði til Ríkisútvarpsins að aukast …
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi eiga framlög úr ríkissjóði til Ríkisútvarpsins að aukast um 9% milli ára, en styrkir til einkarekinna miðla að lækka. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum segist ekkert botna í tillögum um stóraukin framlög úr ríkissjóði til Ríkisútvarpsins (Rúv.) á sama tíma og dregið sé úr styrkjum til einkarekinna miðla, sem þó hafi verið teknir upp til þess að jafna rekstrarstöðu miðlanna.

„Ég held að lækkunin á framlögum til frjálsu fjölmiðlanna sé nefnd aðhaldskrafa. Það er óskiljanlegt að það sé ekki gerð sambærileg aðhaldskrafa á Ríkisútvarpið, heldur þvert á móti verið að hækka framlögin,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri miðla hjá Símanum, í samtali við Morgunblaðið.

Í fjárlagafrumvarpi fyrir 2022 er lagt til að framlög til Ríkisútvarpsins verði aukin um 430 milljónir króna milli ára. Þau námu 4,655 milljörðum króna á árinu sem er að líða, en verði frumvarpið samþykkt óbreytt munu framlög úr ríkissjóði alls nema 5,085 milljörðum króna, sem er liðlega 9% hækkun milli ára. Gert er ráð fyrir að framlögin haldi áfram að hækka á næstu árum, um 4% á ári.

Í fjárlagafrumvarpinu er og gert ráð fyrir styrk til einkarekinna fjölmiðla, alls 384,3 milljónum króna, sem er um 2% lækkun frá því sem var á þessu ári, en gert er ráð fyrir að sá styrkur muni áfram lækka á komandi árum.

Magnús bendir á að auglýsingatekjur allra fjölmiðla í landinu hafa lækkað um 6-10% á ári að undanförnu, en hlutfallslega þó minnst hjá Ríkisútvarpinu, sem hafi í krafti stærðar sinnar náð að auka hlutdeild sína.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.185 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »