Einum dómaranna í Landsréttarmálinu veitt lausn

Jón Finnbjörnsson hefur fengið lausn frá embætti landsréttardómara.
Jón Finnbjörnsson hefur fengið lausn frá embætti landsréttardómara. Hanna Andrésdóttir

Jón Finnbjörnsson hefur fengið lausn frá embætti landsréttardómara frá og með 22. september 2022 þegar hann verður 65 ára. Í byrjun árs verður staða hans auglýst laus til umsóknar. Þetta kemur fram í skriflegu svari dómsmálaráðuneytisins til mbl.is.

Jón er einn þeirra fjög­urra dóm­ara sem var meðal um­sækj­enda um dómarastöðu í nýstofnuðum Landsrétti en var ekki met­inn hæf­ast­ur af hæfnisnefndinni.

Í svari frá ráðuneytinu segir að Jón hefur ekki getað sinnt starfi sínu síðan dómur Mannréttindadómstólsins féll og hefur því verið í launuðu leyfi síðan 2019.

„Jóni hefur ekki verið kleift að sinna dómstörfum frá því að dómur Mannréttindadómstóls Evrópu í Landsréttarmálinu féll. Fær hann því lausn með vísan til 4. mgr. 52. gr. dómstólalaga. Lausnin er veitt í samráði við Jón og dómstólasýsluna.“

Jón sótti um embætti dóm­ara við Lands­rétt sem aug­lýst var laust til um­sókn­ar 20. nóv­em­ber 2020. Hann var ekki metinn hæfastur. 

Hinir þrír dómararnir sem Landsréttarmálið snerist um hafa aftur sótt um dómarastöðu hjá dómsstólnum og fengið stöðuna.

mbl.is