Orkuskortur ef ekkert verður að gert

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar. Ljósmynd/Aðsend

„Ef ekkert verður gert má búast við að eftirspurn raforku verði meiri en framboð, sem í viðskiptum kallast skortur. Fyrirtæki munu ekki fá þá orku sem þau telja sig þurfa, raforkuverð mun hækka og orkuskipti munu ganga hægar en ella,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, m.a. í aðsendri grein í blaðinu í dag.

Kallar hann eftir því að ákvarðanir verði teknar um auknar fjárfestingar í innviðum, styrkingu flutningskerfis raforku og aukinni orkuþörf. Allir séu sammála um mikilvægi þess að vanda til verka en það þurfi líka að taka ákvarðanir. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert