Máli Brúneggja vísað frá dómi

Kastljós fjallaði um mál Brúneggja í þætti sínum árið 2016.
Kastljós fjallaði um mál Brúneggja í þætti sínum árið 2016. Ljósmynd/mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag frá kröfu tveggja félaga, Bali ehf. og Geysir fjárfestingafélag, sem bæði eru í eigu fyrrverandi eigenda Brúneggja um skaðabótaskyldu Ríkisútvarpsins og Matvælastofnunar vegna umfjöllunar í fréttaskýringarþættinum Kastljós um málefni Brúneggja árið 2016.

Héraðsdómur féllst á frávísunarkröfu stefndu og vísuðu því málinu frá dómi. Þá ber félögunum einnig að greiða Ríkisútvarpinu og Matvælastofnun, hvorum um sig, 400 þúsund krónur í málskostnað.

Talin hafa blekkt neytendur

Kastljós fjallaði um mál Brúneggja í þætti sínum árið 2016 og kom þar fram að um árabil hafi starfsfólk Matvælastofnunar talið að eggjaframleiðandinn hafi Brúnegg hafi blekkt neytendur með sölu sinni á vistvænum eggjum.

Egg­in höfðu verið merkt sem vist­væn land­búnaðar­af­urð og seld á tæp­lega 40% hærra verði en venju­leg búhænu­egg.

Umfjöllunin vakti gríðarlega athygli og voru brúnegg ehf. tekin til gjaldþrotaskipta í mars 2017, aðeins nokkrum mánuðum eftir að umfjöllun Kastljóss leit dagsins ljós.

mbl.is