Skjálfti upp á 4,2 fannst vel á höfuðborgarsvæðinu

Keilir Horft yfir hraun og í átt að fjallinu Keili …
Keilir Horft yfir hraun og í átt að fjallinu Keili frá Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

Jarðskjálfti sem fannst vel á höfuðborgarsvæðinu reið rétt í þessu yfir. Samkvæmt tölum Veðurstofunnar mældist skjálftinn 4,2 að stærð. Upptök skjálftans voru sunnan í Fagradalsfjalli.

Annar skjálfti upp á 3,4 reið yfir um 13 mínútum síðar, eða klukkan 7:39. Voru upptök hans 7,8 km norðaustur af Krýsuvík.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni var skjálftinn kl. 7:26 staðsettur við Stóra-Hrút nærri Fagradalsfjalli en sá kl. 7:39 skammt austan við Kleifarvatn. Skjálftar sem hafa orðið norðan við Grindavík og nærri Kleifarvatni eru líklega svokallaðir gikkskjálftar, þeir verða þegar þrýstingur vegna kvikusöfnunar við Fagradalsfjall skapar spennu á öðrum stöðum í jarðskorpunni. 

Frá miðnætti í dag hafa mælst um 1.200 skjálftar en alls mældust 3.600 skjálftar í gær og þar af sjö 4,0 eða stærri. Frá því að hrinan hófst hafa hátt í 12 þúsund skjálftar mælst, þar af fjórtán 4,0 eða stærri.

Samkvæmt fyrstu tölum frá Veðurstofunni var talið að skjálftinn væri 4,5 að stærð. Eftir yfirferð hefur stærð hans verið metin 4,2. Hefur fréttin verið uppfærð samkvæmt því.

Fyrri skjálftinn átti upptök sín við Stóra-Hrút, en sá síðari …
Fyrri skjálftinn átti upptök sín við Stóra-Hrút, en sá síðari austan við Kleifarvatn. Kort/Veðurstofa Íslands

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert