Inga óttaðist að Þórdís væri smitandi

Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, lét ekki sjá sig.
Inga Sæland, formaður Flokk fólksins, lét ekki sjá sig. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þórdís Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ut­an­rík­is- og þró­un­ar­sam­vinnuráðherra, er mætt í Kryddsíld á Stöð 2 en hún losnaði í gær úr einangrun eftir að hafa greinst með Covid-19 fyrir jól. Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, sá sér ekki fært að mæta vegna Þórdísar.

Þetta kom fram í upphafi Kryddsíldar.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er laus úr einangrun.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er laus úr einangrun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Inga óttast að Þórdís geti enn borið með sér smit, þrátt fyrir að ráðherra sé útskrifuð, og ákvað því að mæta ekki.

Spurð út í þetta sagði Þórdís Kolbrún leiðinlegt að Inga sæi sér ekki fært að mæta enda skemmtilegara að hafa hana með. Hún kvaðst þó treysta ráðgjöf sóttvarnayfirvalda, sem ákváðu nýlega að stytta sóttkví einkennalausra í sjö daga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert