Mikilvægt að vindmyllan fari niður fyrir óveðrið

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar undirbýr nú sjöttu sprengjuna í von um að fella vindmyllu sem staðið hefur af sér fimm sprengingar.

Það er tímapressa á sveitinni enda gæti stafað hætta af vindmyllunni þegar óveður gengur í garð á næstu dögum en djúp lægð gengur yfir landið á fimmtudag.

„Ansi þrautseig“

Vindmyllan hefur staðið af sér fimm sprengingar og eldsvoða eftir þá fimmtu en þó er farið að glytta í göt og skemmdir eftir lætin.

„Hún er búin að vera ansi þrautseig,“ segir Ásgeir Erlendsson sem er þó bjartsýnn á að Gæslan nái að ljúka verkinu. 

„Það er verið að bíða eftir meiri búnaði úr bænum til þess að halda áfram með verkið. Það var tekin ákvörðun um að gera þetta hægt og örugglega til þess að lágmarka skaðann þarna í kring og vonandi fer hún niður í næstu sprengingu. En það er alveg á hreinu að stefnan er sett á að vindmyllan fari niður í kvöld,“ segir Ásgeir.

Væri vanalega gert á nokkrum dögum

Verkefnið kom fyrst í hendurnar á sprengjusveitinni síðdegis í gær að sögn Ásgeirs. 

„Og mikilvægt að vindmyllan fari niður fyrir óveðrið mikla, því það er hætta á að spaðarnir fari á flug og skapi hættu í veðrinu.“

Í grunninn er verkefnið flókið og tæki nokkra daga ef ekki viku að skipuleggja en sprengjudeildin vildi ekki skorast undan þessu. Fyrirséð var að sprengja þyrfti mögulega nokkrum sinnum til þess að fella vindmylluna.

„Vonandi fer vindmyllan niður í næstu sprengingu og ef ekki þá vonandi í þeirri næstu. Markmiðið er að vindmyllan fari niður í kvöld,“ segir Ásgeir vongóður í lokin.

„Mikilvægt að lifa með vindmyllunni“ 

Tístarar fylgjast vel með vendingum og hér er brot af því besta:




Vindmyllan logaði á tímabili.
Vindmyllan logaði á tímabili. mbl.is/Sigmundur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert