Kapall undir Íshafið

Íshafið er óblítt en um það má stytta leiðina til …
Íshafið er óblítt en um það má stytta leiðina til Asíu mikið. mbl.is/RAX

Finnska ríkisfyrirtækið Cinia og bandaríska fyrirtækið Far North Digital í Alaska hafa undirritað viljayfirlýsingu um lagningu 14.000 km langs ljósleiðara frá Japan til Evrópu, sem vonast er til að tekinn verði í gagnið árið 2025. Gert er ráð fyrir tengingu til Íslands í þeim ráðagerðum.

Markmiðið með lagningunni er að treysta gagnatengingar Vesturlanda við Austur-Asíu, en með því að fara yfir Norður-Íshafið er leiðin stytt verulega og svartíminn þar með, svo nettengingin verður með mun minni viðbragðstíma.

Jafnframt er miðað við að með kaplinum megi tengja afskekktar byggðir í Alaska, Kanada og Grænlandi við netið. Það myndi auka öryggi og lífsgæði á þeim slóðum, en einnig opna á margvísleg atvinnutækifæri, svo sem með starfrækslu gagnavera. 

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: