Höggbylgjan mældist á Íslandi

Gervi­hnatta­mynd­ir sýna risa­vax­inn gos­mökk rísa upp í að minnsta kosti …
Gervi­hnatta­mynd­ir sýna risa­vax­inn gos­mökk rísa upp í að minnsta kosti 30 kíló­metra hæð á stutt­um tíma. AFP

Sprengingin sem varð við neðanjarðareldgosið í eldstöðinni við Tonga-eyjar í nótt náði að hrista veðrahvörfin og heiðarhvolfið svo um munaði og barst þrýstibylgja á hljóðhraða um allan hnöttinn. 

Kom bylgjan fram á loftþrýstimælum um allan heim, klukkan hálf sex síðdegis hér á Íslandi, um þrettán og hálfri klukkustund eftir að sprengingin varð. 

Þetta kemur fram í færslu Trausta Jónssonar veðurfræðings sem hann skrifar á mbl.is-bloggið sitt. 

„Blái ferillinn sýnir hér meðaltal þrýstings á 50 veðurstöðvum á …
„Blái ferillinn sýnir hér meðaltal þrýstings á 50 veðurstöðvum á Íslandi nú síðdegis. Rauði ferillinn sýnir hins vegar meðaltal þrýstibreytingar 10 mínútna á þessum 50 stöðvum. Meðaltalið rís nokkuð skarpt um kl.17:20 en fellur hraðast um kl.17:50 - breytingin reiknast minni þess á milli - líklega vegna þess að tímamunur er á komu bylgjunnar austanlands og vestan,“ segir í færslu Trausta. Mynd/skjáskot

Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar hjá Veðurstofu íslands, setti þá inn mynd á Twitter-síðu sína þar sem sjá má ummerki bylgjunnar. 

Þar segir: „Við fylgjumst með jarðskjálftavirkni hjá okkur á Íslandi sem mig grunar að stafi af höggbylgju frá eldgosinu í Tonga.“

mbl.is

Bloggað um fréttina