Þessar takmarkanir tóku gildi á miðnætti

Ljóst er að það verður ekki mikið um að vera …
Ljóst er að það verður ekki mikið um að vera næstu vikurnar þar sem einungis tíu manns mega koma saman. mbl.is/Hari

Hertar sóttvarnaaðgerðir tóku gildi nú á miðnætti. Reglurnar gilda til og með 2. febrúar.

Helstu breytingarnar eru að fjöldatakmarkanir fara úr tuttugu í tíu manns, heimild til aukins fjölda fólks á viðburðum með hraðprófum fellur brott, hámarksfjöldi í verslunum verður 200 manns og skemmtistöðum, krám og spilakössum verður lokað.

Gildandi takmarkanir á skólastarfi verða óbreyttar. 

Reglurnar sem nú eru í gildi:

  • Almennar fjöldatakmarkanir fara úr 20 í 10 manns.
  • Áfram 2 metra nálægðarmörk og óbreyttar reglur um grímuskyldu.
  • Áfram 20 manns að hámarki í rými á veitingastöðum og óbreyttur opnunartími.
  • Sviðslistir heimilar með allt að 50 áhorfendum í hólfi.
  • Heimild til aukins fjölda með hraðprófum fellur brott.
  • Sund-, baðstaðir, líkamsræktarstöðvar og skíðasvæði áfram með 50% afköst.
  • Íþróttakeppnir áfram heimilar með 50 þátttakendum en án áhorfenda.
  • Hámarksfjöldi í verslunum fer úr 500 í 200 manns.
  • Skemmtistöðum, krám, spilasölum og spilakössum verður lokað.
mbl.is

Bloggað um fréttina