Víða snjókoma í dag

Vestan strekkingur verður austantil í fyrstu með morgninum, annars hægari breytileg átt og úrkomulítið, en dálítil snjókoma á Suðvesturlandi. Frost verður á bilinu 0 til 10 stig, kaldast í innsveitum norðanlands.

Seint í dag verða suðaustan 5-13 m/s og víða snjókoma, en snýst í suðvestan 8-15 með rigningu á Suður- og Vesturlandi í kvöld. Hlýnandi veður.

Á morgun verða suðvestan 10-18 m/s og rigning með köflum, en lengst af þurrt á Norðaustur- og Austurlandi. Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert