Eldur á Framnesvegi

Slökkvistarf á Framnesvegi í dag.
Slökkvistarf á Framnesvegi í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út vegna elds í þaki á Framnesvegi í Vesturbæ Reykjavíkur um klukkan 14.20 í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru þrjár stöðvar á staðnum og vinna þær í því að slökkva eldinn.

Hann sagði mikla vinna á staðnum við að rífa þak, komast að eldi og reyna að ráða niðurlögum hans.

Uppfært kl. 15.42: Búið er að slökkva eldinn og vinnur slökkvilið nú að því að tryggja vettvanginn, svo ekki blossi aftur upp eldur. Ekkert er hægt að segja til um eldsupptök á þessari stundu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru þrjár stöðvar á staðnum og …
Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra eru þrjár stöðvar á staðnum og vinna þær í því að slökkva eldinn. Frá vettvangi nú síðdegis. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert