Reiði ríkir á Twitter: „Takk fyrir ekkert Danmörk“

„Íslenska þjóðin er þessi maður,“ skrifar einn Twitter-notandi.
„Íslenska þjóðin er þessi maður,“ skrifar einn Twitter-notandi. Skjáskot/Twitter

Ísland leik­ur við Nor­eg um fimmta sætið á EM karla í hand­bolta á föstu­dag. Þetta varð ljóst eft­ir að Frakk­land vann naum­an 30:29-sig­ur á Dan­mörku í loka­leik mill­iriðlanna í Búdapest í kvöld.

Mikil reiði ríkir um þessar mundir á Twitter þar sem landsmenn skiptast á skoðunum sínum um leikinn örlagaríka. Fjölmargir segjast þar vilja fella niður dönskukennslu, Bragi Valdimar segist ætla að sækja handritin og Píratar gera þingsályktunartillögu um að fjarlægja kórónu Kristjáns IX af Alþingishúsinu.

mbl.is