Tveir prestar þjóðkirkjunnar sendir í leyfi

Tveir prestar þjóðkirkjunnar voru sendir í leyfi í desember sl., að beiðni teymis þjóðkirkjunnar, á meðan mál þeirra eru í vinnslu.

Pétur G. Markan biskupsritari segir að teymið starfi sjálfstætt á faglegum, sérfræðilegum grunni. Þjóðkirkjan hefur ekki aðkomu að störfum þess. Kirkjunni ber þó skylda til að vinna úr niðurstöðum teymisins.

Teymið var sett upp samkvæmt 4. grein starfsreglna um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni, ofbeldi og um meðferð kynferðisbrota innan þjóðkirkjunnar. Kirkjuráð skipaði þrjá fulltrúa í teymið. Þeir eru Bragi Björnsson lögmaður, sem er formaður, Karl Einarsson geðlæknir og Ragna Björg Guðbrandsdóttir félagsráðgjafi, varaformaður. Teymið kom í stað fagráðs þjóðkirkjunnar. Að sögn formanns teymisins veitir það ekki upplýsingar um efni eða stöðu einstakra mála.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert