Þóra Kristín dregur framboð sitt til baka

Þóra Kristín dregur framboð sitt til baka.
Þóra Kristín dregur framboð sitt til baka. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur dregið framboð sitt til formanns SÁÁ til baka þar sem unnið sé að því leynt og ljóst að því safna glóðum elds að höfði hennar úr hennar einkalífi, eins og hún orðar það, í færslu á Facebook-síðu sinni.

Og það sem henni þykir enn alvarlegra, að verið sé að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir yfirmann hennar Kára Stefánsson, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar.

Bæði hafi þau sagt og gert ýmislegt í sinni fortíð, undir áhrifum áfengis, sem þau hefðu betur látið ógert, líkt og margir aðrir sem hafi farið í áfengismeðferð.

Þá sé líka verið að gera það tortryggilegt hún sé sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar og Kári Stefánsson séu að láta til sín taka í starfi SÁÁ vegna samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir, en Kári hefur setið í aðalstjórn samtakanna líkt og Þóra.

Ætlar ekki að fórna starfi sínu og æru

„Ég lýsti því strax yfir að ég ætlaði ekki að fara í fullt starf sem formaður, heldur halda áfram með líf mitt og stjórna samtökunum með þvi góða fólki sem situr í framkvæmdastjórn. Löngun mín var að stilla til friðar en ekki að auka á ófriðinn. Ég ætla því ekki að leggjast í stríðsrekstur og vil hvorki fórna starfi mínu né æru minni og yfirmanns míns fyrir sjálfboðavinnu fyrir samtökin,“ segir Þóra.

„Ég dreg því framboð mitt til baka til formennsku og setu í framkvæmdastjórn í von um að þau finni sér formann sem eru óumdeildur. Hættan er sú að að það sé erfitt í samtökum þar sem meirihlutinn hefur átt við áfengisvanda að stríða einhvern hluta ævinnar og verið gerendur og þolendur allskyns ofbeldis, flestir hvortveggja.“

Þá tekur Þóra fram að bæði hún og Kári segi sig úr aðalstjórn samtakanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina