Óvissustig vegna sjóflóða

Í ljósi þessara aðstæðna er rétt að vara fólk sem …
Í ljósi þessara aðstæðna er rétt að vara fólk sem fer um svæði þar sem snjóflóð geta fallið við hættu á snjóflóðum næsta sólarhringinn, segir Veðurstofan.

Óvissustigi vegna snjóflóðahættu hefur verið lýst yfir á norðanverðum Vestfjörðum og Mið-Norðurlandi sem tekur gildi á miðnætti.

Þetta kemur fram á vef Veðurstofunnar.

Í nótt og í gær féllu mörg snjóflóð á Norðanverðum Vestfjörðum, meðal annars í Skutulsfirði, í Álftafirði og í Önundarfirði.

Þá segir að vitað er um veikt lag í snjóþekjunni á Vestfjörðum og á Norðurlandi sem getur verið varasamt ef fólk er á ferð um brattlendi.

Á Tröllaskaga hafa nokkur allstór flóð fallið yfir Ólafsfjarðarveg um helgina.

Einnig féllu allstór flóð úr Strengsgili og Jörundarskál ofan Siglufjarðar í nótt, aðfaranótt sunnudags.

„Í ljósi þessara aðstæðna er rétt að vara fólk sem fer um svæði þar sem snjóflóð geta fallið við hættu á snjóflóðum næsta sólarhringinn,“ segir í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert