Hvassahraunsvöllur tilbúinn 2040?

Samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar skal flugvöllur vera í Vatnsmýri …
Samkvæmt samkomulagi ríkis og Reykjavíkurborgar skal flugvöllur vera í Vatnsmýri uns annar jafngóður flugvöllur hefur verið byggður. Þar er miðstöð innanlandsflugs. mbl.is/Árni Sæberg

Bæði veðurrannsóknir og flugrannsóknir hafa verið í fullum gangi í Hvassahrauni sunnan Hafnarfjarðar. Ef ákveðið verður að byggja þarna flugvöll gæti hann verið tilbúinn til notkunar á árabilinu 2035 til 2040, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Þetta upplýsti Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra í umræðum á Alþingi nýlega, þegar hann svaraði fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni þingmanni Pírata. „Miðað við hagræna frumathugun Rögnunefndarinnar er nefnilega um að ræða 100-150 milljarða króna samfélagslegan ábata á verðlagi dagsins í dag af því að byggja flugvöll í Hvassahrauni. Það munar nú um minna fyrir landsmenn,“ sagði Björn Leví meðal annars. Spurði hann ráðherrann hvers vegna þetta verkefni hafi tafist jafn mikið og raun ber vitni.

„Ég hef ekki fengið endanlegar skýrslur um þetta allt saman en í ljós hefur komið að þessi ávinningur er ekki fyrir hendi, enda voru menn þarna að bera saman epli og appelsínur eins og oft gerist,“ sagði Sigurður Ingi í svari sínu.

Veigamestar nú um stundir eru veðurmælingar sem hófust í ársbyrjun 2021. Það er ætlað að þær standi yfir til ársloka á þessu ári, þ.e. verði alveg tvö heil ár, segir Sigurður Ingi. „Helsta áhyggjuefnið þegar rannsóknir hófust var ókyrrð í lofti eða flugkvika og því hefur verið lögð áhersla á að meta hana. Síðan, eins og allir þekkja, hófst eldgos í Fagradalsfjalli sem hefur aukið vægi náttúruvár í umræðunni,“ bætti hann við.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert