Hafna endurupptöku eins stærsta bótamáls sögunnar

Endurupptöku málsins hefur verið hafnað.
Endurupptöku málsins hefur verið hafnað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Endurupptökudómur hefur hafnað beiðni Árna Harðarsonar og Róberts Wessman um endurupptöku á dómi Hæstaréttar frá febrúar 2018.

Þar voru þeir ásamt Magnúsi Jaroslav Magnússyni dæmdir til að greiða Matthíasi H. Johannessen 640 milljónir króna fyrir að hlunnfara hann í viðskiptum. 

Gögn ekki legið fyrir

Matth­ías taldi sig hafa verið hlunn­far­inn af viðskipt­um fé­lags í sam­eig­in­legri eigu þeirra sem keypti hlut í lyfja­fyr­ir­tæk­inu Al­vo­gen, en endanleg upphæð er mun hærri, enda reikn­ast hún með vöxt­um frá júlí 2010 og drátta­rvöxt­um frá ár­inu 2011.

Árni og Róbert fóru fram á að málið yrði endurupptekið á grundvelli þess að tiltekin gögn hefðu ekki legið fyrir við rekstur málsins fyrir Hæstarétti og því um að ræða ný gögn.

Endurupptökudómur komst að þeirri niðurstöðu að gögnin hefðu enga þýðingu í málinu og endurupptöku þess því hafnað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert