Inflúensa í verulegum vexti á landinu

Bólusetning við inflúensu.
Bólusetning við inflúensu. AFP

Inflúensan hefur verið í hröðum vexti að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum embættis landlæknis hafa greinst 230 inflúensutilfelli hérlendis í vetur, þar af um 200 á síðustu þremur vikum.

„Auk þess hafa 292 tilfelli verið greind vegna einkenna án rannsóknar. Fáir hafa verið lagðir inn á Landspítala vegna inflúensu það sem af er ári eða 10 manns undanfarnar þrjár vikur,“ segir á vef landlæknis.

Faraldur inflúensunnar fór mun seinna af stað í ár en verið hefur í meðalári. En veturinn 2020-2021 greindust hins vegar engin flensutilfelli hér á landi.

Samkvæmt upplýsingum landlæknis eru flest staðfestra tilfella í vetur meðal einstaklinga yngri en 15 ára en miðað við aldur eru hlutfallslega flest tilfelli meðal fólks 65 ára eða eldra. Langflest tilfelli sem greinst hafa eru inflúensutegund A, H3 en ekkert tilfelli hefur greinst af tegund B.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert