Guðni keypti fyrstu rauðu fjöðrina

Guðni Th. Jóhannesson keypti fyrstu fjöðrina á Bessastöðum í dag.
Guðni Th. Jóhannesson keypti fyrstu fjöðrina á Bessastöðum í dag. Ljósmynd/Anna Karen Skúladóttir

Söfnunarátak Blindrafélagsins og Lionshreyfingarinnar á Íslandi, til að fá fleiri leiðsöguhunda til landsins fyrir blint og mjög sjónskert fólk, hófst í dag.

Í tilkynningu frá Blindrafélaginu kemur fram að sala á rauðu fjöðrinni hefjist á fimmtudag og muni standa til 3. apríl.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er verndari söfnunarinnar en hann keypti fyrstu fjöðrina við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag.

Brýn þörf á fleiri leiðsöguhundum

Leiðsöguhundar eru gríðarlega öflugt hjálpartæki fyrir blint og verulega sjónskert fólk. Þeir veiti fólkinu aukið frelsi og öryggi.

Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins, segir brýna þörf á fleiri leiðsöguhundum. Tólf sérþjálfaðir leiðsöguhundar hafa fengist til landsins undanfarin ár.

Dæmi eru um að hundarnir hafi rofið félagslega einangrun fólks og stuðlað að virkari þátttöku þeirra í samfélaginu, að því er fram kemur í tilkynningunni.

Í dag hófst söfnunarátak til að fá fleiri leiðsöguhunda til …
Í dag hófst söfnunarátak til að fá fleiri leiðsöguhunda til landsins. Ljósmynd/Anna Karen Skúladóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert