Sum þeirra ekki með rúm

Hótel Saga.
Hótel Saga. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vesturbæingar í grennd við Hótel Sögu hafa margir lagst á eitt við að útvega flóttafólki, sem þangað er komið frá Úkraínu, ýmsar nauðsynjar og aðrar vörur.

„Samtakamátturinn er ótrúlegur,“ segir Markús Már Efraím, sem leitt hefur hópinn. Í samtali við Morgunblaðið segir hann að stjórnvöld megi gera margt betur þegar kemur að aðbúnaði fólksins. „Þetta eru orðnir 92 flóttamenn sem eru þarna á hótelinu núna. Sumir þeirra skilst mér að séu ekki einu sinni með rúm,“ segir Markús.

„Þetta er auðvitað rosalegur fjöldi að kemur hingað en manni finnst það auðvitað bagalegt að það geti gerst á Íslandi að flóttamanneskja sé sett í herbergi þar sem er ekki einu sinni rúm.“

Fjöldi fólks hefur boðið fram krafta sína eftir að Markús stofnaði til framtaksins. „Það er svo margt sem vantar. Fólk er ekki með klósettpappír eða neitt.“

Opinber fjöldi þess flóttafólks frá Úkraínu sem komið er hingað til lands nálgast 600 manns og mun bætast í þann hóp að sögn Gylfa Þór Þorsteinssonar, aðgerðastjóra vegna komu flóttafólks frá Úkraínu.

„Það er nokkuð ljóst að þessi hópur mun bara halda áfram að stækka, þótt við höfum ekkert í hendi hvað það varðar.“ 

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert