Taka ekki í mál að geta ekki unnið fjarvinnu

Herdís Pála Pálsdóttir.
Herdís Pála Pálsdóttir.

Á sumum vinnustöðum hefur orðið vart við togstreitu á milli þeirra sem vilja halda í fjarvinnuna og hinna sem vilja vinna aftur með gamla laginu.

Herdís Pála Pálsdóttir segir marga hafa fundið sig vel í sveigjanleikanum sem fjarvinnan veitti í kórónuveirufaraldrinum og langar ekkert að fara til baka í hefðbundið skrifstofuumhverfi. Stjórnendur verða að kunna að koma til móts við ólíkar þarfir fólks ella hætta á að missa það frá sér. 

Herdís er stjórnunarráðgjafi og stundakennari við bæði HÍ og HR, og segir hún að í faraldrinum hafi margir uppgötvað að fjarvinna henti þeim vel og geti t.d. sparað fólki þann tíma sem tekur að ferðast til vinnu og gert það auðveldara að samþætta vinnu og einkalíf.

„Sumir fundu sig mjög vel í þessu nýja lífi og langar ekkert að fara til baka, á meðan aðrir kunna betur við sig í hinu hefðbundna skrifstofuumhverfi og finnst betra að draga með þeim hætti skýr mörk á milli vinnu og heimilis. Þessir tveir hópar fólks hafa mjög ólíkar þarfir og óskir og því miður virðast margir stjórnendur ekki hafa áhuga, getu eða vilja til að reyna að koma til móts við báðar fylkingar heldur vilja láta alla starfa með sama hætti og beita sömu nálguninni við stjórnun á alla,“ segir Herdís.

Nánar er rætt við hana í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert