Saka stjórnendur bílasölu um stórfelld svik

Ford Mustang. Mynd úr safni.
Ford Mustang. Mynd úr safni.

Fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar Bensinlaus.is saka forkólfa hennar um stórfelld svik; sölu bifreiða sem þeir vita að eru ekki til.

Ellilífeyrisþegi sem greiddi tæpar átta milljónir fyrir nýjan Ford Mustang fyrir þremur mánuðum fær hvorki bíl né svör.

Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag þar sem fyrrverandi starfsmenn bílasölunnar saka forkólfa hennar um stórfelld og alvarleg svik á hendur viðskiptavinum.

„Bílasalarnir svara ekki í síma og munu núna vera komnir til Marbella á Spáni,“ segir ellilífeyrisþeginn Jóhannes Þór sem hefur greitt samkvæmt 7,9 milljónir króna fyrir það sem átti að vera nýr bíll.

Fjórir lykilstarfsmenn bílasölunnar gengu nýverið á dyr vegna þessara viðskiptahátta, en þar eru á ferðinni aðstoðarframkvæmdastjóri, sölustjóri, innkaupastjóri og mannauðsstjóri.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert