Umferðarteppan var vegna „smá skeinu“ rafmagnsbíls

Mikil umferðarteppa var á Vesturlandsvegi á miðvikudaginn eftir smávæginlegt umferðaróhapp …
Mikil umferðarteppa var á Vesturlandsvegi á miðvikudaginn eftir smávæginlegt umferðaróhapp sem gerði rafmagnsbíl óökuhæfann. mbl.is/Unnur Karen

Umferðaröngþveitið í Reykjavík á miðvikudaginn var vegna rafmagnsbíls sem fraus eftir „smá skeinu“ á Vesturlandsvegi við hringtorgið fyrir neðan Bauhaus.

Þetta segir Árni Friðleifsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Bíl­inn stöðvaði alla um­ferð á ann­arri ak­rein og stíflaði Vest­ur­lands­veg­ og Miklu­braut að Grens­ás­vegi.

„Það verður umferðaróhapp, smá skeina, sem er aldrei tilkynnt til lögreglunnar. Ökumenn ganga frá þessu eins og þeir eru hvattir til að gera og fylla út tjónaskýrslu. Lögreglan kemur aldrei enda ekkert slys eða neitt slíkt.“

„Við þetta litla óhapp frýs þessi rafmagnsbíll. Bíllinn segir bara „ég fer ekki lengra“.“

Allt stopp í meira en klukkustund

Árni segir að ökumaðurinn sem sat fastur hafi sjálfur hringt til að láta draga bílinn sinn, en enginn hafi komið. Eftir klukkustund fær lögregla tilkynningu um að allt sé stopp.

„Þá er allt í rugli og eðlilega hringja vegfarendur í lögregluna ef þeir eru búnir að vera stopp í einhvern tíma,“ segir Árni.

„Þá förum við á staðinn og lögreglumaðurinn hefur samband við dráttarfyrirtæki og lætur vita hvernig staðan er og stuttu seinna kemur dráttarbíll og fjarlægir bílinn.“

mbl.is