Tilkynnt um fjársvik og afbrigðilega hegðun

Mikið var um tilkynnigar um fólk í annarlegu ástandi í …
Mikið var um tilkynnigar um fólk í annarlegu ástandi í miðbænum. mbl.is/Ari

Fjórar tilkynningar um menn í annarlegu ástandi bárust lögreglustöð eitt, sem þjónustar Austurbæ, miðbæ og vesturbæ Reykjavíkur ásamt Seltjarnarnesi, í gærkvöldi.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. 

Þá komu fjársvikamál, afbrigðileg hegðun og ofsaakstur á borð lögreglustöðvarinnar á sama tíma.

Í Breiðholti var tilkynnt um Alzheimer-sjúkling sem hafði týnst um miðja nótt. Hann fannst skömmu síðar, heill á húfi. 

Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir í Árbæ vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna.  

mbl.is