Samningalota við ESB fyrir höndum

Endurskoða þarf samning um viðskipti með landbúnaðarvörur
Endurskoða þarf samning um viðskipti með landbúnaðarvörur mbl.is/Sigurður Bogi

Samningaviðræður EFTA-ríkjanna þriggja innan EES við ESB um nýtt starfstímabil Uppbyggingarsjóðs EES hefjast 16. júní næstkomandi. Þetta var ákveðið fyrr í vikunni.

Á fundi EES-ráðsins í Brussel á mánudag lagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra áherslu á mikilvægi EES-samningsins og að áfram þyrfti að standa vörð um góða framkvæmd hans, að því er fram kemur á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Þórdís tók einnig upp undirbúning fyrirhugaðra viðræðna um nýtt samningstímabil Uppbyggingarsjóðs EES. Hún áréttaði þar hve mikilvægt það væri fyrir Íslendinga að auka aðgengi þeirra að markaði ESB fyrir sjávarafurðir og að landbúnaðarsamningur Íslands og ESB yrði endurskoðaður. Hvort tveggja hefur utanríkisráðherra tekið upp á fundum sínum með framkvæmdastjórum ESB í Brussel að undanförnu, segir í tilkynningu ráðuneytisins.

Lengri umfjöllun um málið má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 2.090 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »