Skjálfti yfir þremur við Eldey

Skjálftinn mældist norðaustan við Eldey.
Skjálftinn mældist norðaustan við Eldey. Ljósmynd/Páll Stefánsson

Skjálfti, 3,5 að stærð, varð norðaustan við Eldey við Reykjanestána laust eftir klukkan átta í gærkvöldi. 

Óvissustig almannavarna ríkir enn vegna jarðskjálftahrinunnar á Reykjanesi. Þegar hún stóð sem hæst mældust um 3800 skjálftar á einum sólarhring við Þorbjörn, eða frá Eldvörpum í vestur að Stóra Skógfelli í austri. 

Virknin hefur verið nokkuð óstöðug undanfarna viku en frá miðnætti hafa mælst um hundrað skjálftar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert