Íslenska kvennasveitin í öðru sæti

Íslenska kvennalandsliðið í bridge.
Íslenska kvennalandsliðið í bridge. Ljósmynd/Bridgesambandið.

Íslenska kvennalandsliðið í bridge sigraði Danmörku í fjórðu umferð Norðurlandamótsins sem fram fer í Finnlandi 10,31-9,69.

Er liðið í öðru sæti aðeins rúmlega þremur stigum á eftir Svíum sem eru í fyrsta sæti.

Í gær sigraði kvennalandsliðið gestgjafana í stórleik 20-0.

Fjórir leikir eru framundan hjá liðinu í dag og hefst dagurinn með leik við Noreg. 

mbl.is