Lögregla veitti tiltal vegna brota á fánalögum

Íslenski fáninn.
Íslenski fáninn. mbl.is/​Hari

Athugasemdir voru gerðar við forsvarsmenn fjögurra fyrirtækja auk eins einstaklings að hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í nótt, þar sem gleymst hafði að taka niður íslenska fánann fyrir miðnætti.

Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir einnig að öllum aðilum hafi verið gert að taka fánann niður.

Lögreglan hafði þá afskipti af fjölda ökumanna vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Í tvígang reyndust ökumenn sviptir ökuréttindum vegna fyrri afskipta lögreglu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert