Viðbragðsaðilar ræða varnargarða

Hraunið við það að fara yfir varnargaða við Geldingadali.
Hraunið við það að fara yfir varnargaða við Geldingadali. mbl.is/Kristinn Magnússon

Í vikunni stendur til að bæjaryfirvöld í Grindavík fundi með almannavörnum, lögreglu, jarðvísindamönnum og öðrum viðbragðsaðilum um mögulegar varnir við Grindavík og Svartsengi ef verður af eldgosi í ljósi jarðskjálftavirkni og landriss við Þorbjörn.

„Það er verið að stilla saman strengina og yfirfara aftur viðbragðsáætlanir í ljósi stöðunnar eins og hún er. Við erum sífellt að reyna að meta aðstæður og upplýsingar sem koma frá vísindamönnum og höfum fundað reglulega frá því að jarðskjálftar og landris byrjuðu fyrir tveimur árum,“ segir Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur.

Hægt hefur á landrisi og aflögun við Þorbjörn og Svartsengi undanfarna daga, en stöðugt landris hafði mælst þar síðustu vikur og Þorbjörn lyfst um allt að 60 millimetra síðan í apríl.

Vilja stýra hraunflæðinu

Á meðal þess sem viðbragðsaðilar munu ræða á fundi sínum eru mögulegir leiðigarðar fyrir ofan Grindavík og Svartsengi, þannig að hægt verði upp að vissu marki að beina hrauninu frá innviðum. Í lok maí á síðasta ári voru byggðir varnargarðar til að tefja hraunflæði niður í Nátthaga frá gosinu í Geldingadölum.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert