„Þetta er ósanngjarnt“

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður …
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Miðflokksins. Samsett mynd

Þessi tiltekni gjaldstofn er til umræðu vegna þess að fasteignamat í landinu hækkar mjög mikið og þá verður þetta svo kristaltært, þá kemur svo skýrt fram að við erum að tala um skattstofn þar sem fasteignaeigandinn þarf að taka á sig alla hækkun fasteignamatsins sem þó hefur á engan hátt neitt með það að gera að viðkomandi hafi meiri tekjur til að standa undir skattinum,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra þar sem hann var spurður um fasteignagjöld.

Þetta kom fram í svari Bjarna við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem spurði hvort ráðherra þætti ástæða til að endurskoða með hvaða hætti fasteignagjöld eru lögð á af hálfu sveitarfélaga í ljósi þess hvernig þessi gjaldtaka hafi þróast.

Sigmundur sagði að fasteignagjöldum hafi verið ætlað að standa undir kostnaði en ekki vera aukatekjulind sem í ofanálag ráðist nú í auknum mæli af nánast tilviljanakenndum hlutum.

Heild­armat fast­eigna á Íslandi hækk­ar um 19,9% frá yf­ir­stand­andi ári og verður 12.627 millj­arðar króna, sam­kvæmt nýju fast­eigna­mati Þjóðskrár Íslands fyr­ir árið 2023. Þetta er um­tals­vert meiri hækk­un en til­kynnt var um fyr­ir ári síðan, þegar fast­eigna­mat hækkaði um 7,4 % á land­inu öllu.

Bjarni telur þetta meingallað kerfi og það lýsi sér best þannig að hjá sumum fyrirtækjum er kannski enginn tekjuvöxtur en skattgreiðslan á að hækka um 20% ef menn ætla ekki að hreyfa við prósentunum.

Þetta er ósanngjarnt og gengur örugglega mjög nærri mörgum fyrirtækjum,“ sagði Bjarni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert