Össur skammar Loga og segir Kristrúnu framtíðina

Össur Skarphéðinsson, Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson.
Össur Skarphéðinsson, Kristrún Frostadóttir og Logi Einarsson. Samsett mynd

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður og ráðherra Samfylkingarinnar, segir að Kristrún Frostadóttir þingkona sama flokks hafi – ólíkt síðustu formönnum – erindi sem nær bergmáli. 

Að þessu víkur Össur í færslu á facebook-síðu sinni í dag. Enn frekar beinir hann orðum sínum að Loga Einarssyni, núverandi formanni Samfylkingarinnar, og spyr hvenær hann ætli að „láta nótt sem nemur og lýsa stuðningi við að Kristrún Frostadóttir verð leiðtogi flokksins sem fyrir 20 árum var helmingi stærri en Sjálfstæðisflokkurinn er í dag“.

Össur mærir Kristrúnu og segir hana efnilegustu konu íslenskra stjórnmála, hnífskarpan greinanda með pólitíska framtíðarsýn.

mbl.is
Loka