Útlendingastofnun barst 71 umsókn

Þó svo að umfjöllun seinki mun staða umsækjenda ekki breytast.
Þó svo að umfjöllun seinki mun staða umsækjenda ekki breytast. mbl.is/Hari

Útlendingastofnun barst 71 umsókn um ríkisborgararétt á tímabilinu frá 2. október 2021 til 1. maí 2022, en umsóknirnar voru lagðar fyrir Alþingi.

Allsherjar- og menntamálanefnd bárust nauðsynleg gögn vegna hluta þeirra umsókna. Lá sá hluti til grundvallar umfjöllun undirnefndar allsherjar- og menntamálanefndar og frumvarpi nefndarinnar um veitingu ríkisborgararéttar.

Umfjöllun um aðrar umsóknir frestast þar til nefndinni hafa borist nauðsynleg gögn, að því er fram kemur á vef Alþingis. Þó svo að umfjöllun seinki mun staða umsækjenda ekki breytast á meðan umsókn um ríkisborgararétt er í vinnslu.

Undirnefnd var skipuð samkvæmt ákvörðun allsherjar- og menntamálanefndar og verður henni falið að endurskoða ferli varðandi umsóknir um veitingu ríkisborgararéttar með lögum og meðferð slíkra umsókna.

mbl.is