Umferðartafir víða á höfuðborgarsvæðinu

Umferðin í átt að Kórahverfi og Norðlingaholti á fimmta tímanum …
Umferðin í átt að Kórahverfi og Norðlingaholti á fimmta tímanum í dag. mbl.is/Ari Páll

Umferð hreyfist hægt og situr fólk teppt víða um höfuðborgarsvæðið. Víða fer malbikun fram og er því mögulegt að framkvæmdir þrengi að vegum.

„Jú, það er víða verið að malbika veit ég og einnig fræsa,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi vegagerðarinnar, í samtali við mbl.is.

„Ég sá að þeir voru að undirbúa eitthvað í gær, þannig það er fullt í gangi.“

Umferðardeild lögreglunnar hafði ekki heyrt af slysi þegar haft var samband við hana.

Umferð.
Umferð. mbl.is/Ari Páll
mbl.is