Veggjalús ekki áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustuna

Ferðamenn í borginni.
Ferðamenn í borginni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aukning á veggjalúsum og rottugangur er ekki áberandi vandamál í ferðaþjónustu hér á landi að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar.

Steinar Smári Guðbergsson, meindýraeyðir á höfuðborgasvæðinu, greindi frá því fyrr í vikunni að fjölgun útkalla vegna lúsmý má að öllum líkindum tengja við aukningu ferðamanna. 

Ýmsar áskoranir sem fylgja auknum ferðastraumi

„Það verður auðvitað alltaf aukning á þessu bæði þegar að Íslendingar fara til útlanda og þegar hingað koma erlendir ferðamenn, svona kvikindi geta laumað sér í töskurnar hjá fólki," segir Jóhannes og ítrekar það að starfsfólk ferðaþjónustunnar hafi engar sérstakar áhyggjur yfir áhrif þess á ferðaþjónustu. 

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurður segir Jóhannes eftirspurn eftir þjónustu í ferðaþjónustu hafa aukist mun hraðar en við hafi verið búist. 

„Þetta er auðvitað jákvæð þróun en hefur í för með sér einhver vandamál á framboðshliðinni, það vantar líka töluvert mikið af starfsfólki á Íslandi eins og víða annars staðar, og ýmsar áskoranir sem þarf að takast á við.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert