Vítalía segist hafa talið að blaðið þýddi „eitthvað“

Vítalía segist ekki hafa mætt í skýrslutöku og að hún …
Vítalía segist ekki hafa mætt í skýrslutöku og að hún hafi aldrei haldið öðru fram. Ljósmynd/Skjáskot Eigin konur

Vítalía Lazareva lagði fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota í mars hjá lögreglunni. Hún segist alltaf hafa haldið að slíkt þýddi „eitthvað“ en rétt sé að hún hafi ekki mætt í skýrslutöku enn þá. 

Segist hún vilja biðjast afsökunar á því að hafa „brugðist öllum þolendum“ og kveðst langa til að taka fram að hún beri ekki ábyrgð á öllum fréttaflutningi.

Biðst afsökunar 

„Ég lagði fram bréf til kærumóttöku kynferðisbrota sl. mars hjá lögreglunni og setti mynd hér inn því til staðfestingar,“ skrifaði hún á Twitter í kvöld. 

„Ég hef alltaf haldið að það að fylla út slíkt blað með fyrirspurnum og spurningum hvað varðar kynferðisbrot þýddi “eitthvað”. Ég hef ekki mætt í skýrslutöku eins og hefur oft komið fram og hef ég aldrei sagt annað. Ég biðst afsökunar. Afsökunar á að vita ekki betur,“ segir hún. 

Þremenningarnir Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jónsson hafa kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar, hótanir og brot gegn friðhelgi einkalífsins. Vítalía sakaði þá um ofbeldi á síðasta ári.

Deildi skjáskoti í mars

 „Stór dag­ur í dag fyr­ir mig og von­andi fyr­ir betra sam­fé­lag,“ skrif­aði hún á Twitter í mars, og deildi skjáskoti af móttökukvittun lögreglu vegna beiðni um tíma.

Í kjölfarið var greint frá því að hún hefði lagt fram kæru til lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu vegna kyn­ferðisof­beld­is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert