Sjötta þota Play komin til landsins

Sjötta vél flugfélagsins kom til landsins frá Frakklandi og er …
Sjötta vél flugfélagsins kom til landsins frá Frakklandi og er af gerðinni Airbus 320 neo. Ljósmynd/Aðsend

Sjötta þota flugfélagsins Play er komin til landsins, en hún kom frá Frakklandi þar sem hún var máluð í einkennislitum félagsins og önnur atriði löguð að þörfum þess. 

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Þotan er af gerðinni Airbus A320 neo og verður tekin inn í leiðakerfi Play eftir helgi, en félagið átti fyrir tvær þotur af sömu gerð. Flugfélagið býður upp á flug á 25 áfangastaði í Bandaríkjunum og Evrópu.

Flugfélagið greinir frá því að bókunarstaða sé sterk og sætanýting aukist jafnt og þétt, en í júní flutti Play hátt í 100 þúsund farþega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert