Gular veðurviðvaranir á austanverðu landinu

Í nótt taka í gildi gular veðurviðvaranir á Norðurlandi eystra, …
Í nótt taka í gildi gular veðurviðvaranir á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðurausturlandi. Kort/Veðurstofa Íslands

Búast má við norðvestan hvassviðri á austanverðu landinu í nótt og á morgun.

Í nótt taka í gildi gular veðurviðvaranir á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi, Austfjörðum og Suðurausturlandi.

„Það verður rigning og frekar svalt um landið austan- og norðaustanvert sem gæti valdið ferðamönnum vandræðum í nótt til mánudags,“ segir í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands.

Sérstaklega er beðið vegfarendur með aftanívagna eða á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind að fara varlega. 

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert