Með vísbendingar um hnífamanninn

Maðurinn tók í hurðarhúninn með hníf í hendi.
Maðurinn tók í hurðarhúninn með hníf í hendi. mbl.is/Skjáskot

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísbendingar um hver maðurinn er sem gekk á milli húsa og tók í hurðarhúna í Garðabæ vopnaður hnífi á laugardagsmorgun.

„Við höfðum samband við íbúann sem er nefndur í ykkar frétt og við erum búin að færa þetta til bókar hjá okkur. Það hafa borist tilkynningar til okkar frá fólki sem segist þekkja manninn í myndbandinu,“ segir Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við mbl.is.

mbl.is greindi frá því í morgun að ung­ur maður hefði gengið um í Flata­hverfi í Garðabæ á laug­ar­dags­morg­un með hníf í hendi, en hann tók í hurðar­húna í hverf­inu. Maðurinn náðist á mynd­skeiði í dyra­bjöll­unni íbúa á svæðinu.

Búið er að færa málið til bókunnar hjá lögreglunni sem er með myndskeiðið í höndunum og er málið til rannsóknar.

mbl.is