Lausir endar varðandi fyrirkomulag og rekstur

Setja á upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru.
Setja á upp viðvörunarkerfi í Reynisfjöru. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Viðvörunarkerfið fyrir Reynisfjöru er að mestu tilbúið en hnýta þarf um lausa enda er varða fyrirkomulag og rekstur. 

Þetta segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. 

Hann hefur fulla trú á að kerfið verði sett upp í sumar en þorir þó ekki að segja til um hvort það verði á næstu dögum eða vikum. 

Útfærsla kerfisins er á þá leið að viðvör­un­ar­fán­ar verða sett­ir upp auk blik­k­ljósa sem munu gefa ljós­merki þegar mest brim er í fjör­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert