Borguðu 412 krónur með hverju kílói

Nautakjöt.
Nautakjöt. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Bændur borguðu 412 krónur með hverju kílói sem var framleitt af nautakjöti hérlendis á síðasta ári.

Fram kemur í Bændablaðinu að afurðatekjur af nautaeldi hafi ekki mætt framleiðslukostnaði síðustu fimm árin. Merki séu um samdrátt í ásetningi nautkálfa, en nautkálfum hafi fækkað um 300 síðan í árslok 2021.

Vísað er í nýútkomna skýrslu Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins um afkomu nautakjötsframleiðenda á árunum 2017 til 2021. Þar segir að framleiðslukostnaður á hvert kg af nautakjöti, með afskriftum og fjármagnsliðum, hafi verið 1.522 krónur á síðasta ári. Á meðan voru afurðatekjurnar 1.110 kr./kg. Út af standa 412 krónur sem nautakjötsframleiðendur borguðu með framleiðslu sinni í fyrra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert