Talsvert magn fíkniefna fannst í Norrænu

Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið um kring.
Norræna siglir til og frá Seyðisfirði allt árið um kring. mbl.is/Árni Sæberg

Lagt var hald á talsvert magn fíkniefna sem fundust í bifreið sem kom til landsins með Norrænu. Það mál er nú til rannsóknar hjá lögreglunni á Austurlandi.

Þetta kemur fram í skriflegu svari lögreglunnar við fyrirspurn blaðamanns mbl.is vegna fíkniefnamáls sem kom upp 23. júní, eða fyrir tveimur vikum.

„Lögregla mun vegna rannsóknarhagsmuna ekki tjá sig frekar um mál þetta að svo stöddu,“ segir jafnframt í svarinu.

mbl.is hefur ítrekað reynt að fá upplýsingar frá lögreglunni um málið á síðustu dögum eftir að hafa fengið ábendingu um að mikið magn fíkniefna hafi fundist í Norrænu þennan dag.

Lögreglan hefur hingað til ekki viljað veita neinar upplýsingar um málið, hvort sem um er að ræða magn fíkniefnanna, umfang rannsóknarinnar eða hvort einhver hafi verið handtekinn vegna málsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert