Lítið gert til að bæta sjúkraflutninga

Sveinn segir að ef stjórnvöld taki strax ákvörðun varðandi sjúkraflutninga …
Sveinn segir að ef stjórnvöld taki strax ákvörðun varðandi sjúkraflutninga með nýjum sjúkraþyrlum sé hægt að prufa nýjan búnað eins og þessa Airbus-þyrlu næsta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Mikil þörf er fyrir aukna sjúkraflutninga með nýrri gerð sjúkraþyrlna og þarf tafarlaust á frumkvæði stjórnvalda að halda til að tryggja það, að mati Sveins Hjalta Guðmundssonar, þjálfunarflugstjóra hjá Air Atlanta Icelandic. Hann segir nýjar Airbus H145-þyrlur geta skipt sköpum fyrir líf fólks og hagkvæmni heilbrigðiskerfisins. Vélarnar eru minni en þær sem eru notaðar af Landhelgisgæslunni við sjúkraflutninga og talsvert ódýrari í rekstri.

Að sögn Sveins hefur lítið sem ekkert verið gert til að bæta sjúkraflutninga með sjúkraþyrlum hér á landi upp á síðkastið. Hann segir mikinn hag vera í því fyrir íslensku þjóðina að fjárfesta í nýjum sjúkraþyrlum og að fyrir stjórnvöld sé þetta aðeins spurning um að taka stökkið og skipta yfir í nýjar þyrlur sem allra fyrst.

Hann bendir á að betri sjúkraflutningar séu grundvöllurinn fyrir aukinni hagkvæmni innan heilbrigðiskerfisins og vísar því til stuðnings til skýrslu frá Boston Consulting Group frá árinu 2008. Í skýrslunni er farið yfir hagræðingaraðgerðir fyrir íslenska heilbrigðiskerfið. „Einn liður í því að auka hagkvæmni er að færa þjónustu frá stöðum þar sem þjónustan er lítið nýtt, eins og að færa skurðstofu í Vestmannaeyjum til Reykjavíkur en forsenda þess að gera það er að sjúkraflutningar séu í góðu lagi. Þetta eru miklir peningar en þetta eru peningar sem koma fljótt til baka.“

Nánar um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert