Laus úr haldi eftir lát Íslendings

Danskir lögreglubílar.
Danskir lögreglubílar. AFP

Karlmaður um fertugt hefur verið látinn laus úr gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa kveikt í húsnæði í Kaupmannahöfn í nóvember í fyrra þar sem Íslendingur lést.

Í svari við fyrirspurn mbl.is segir lögreglan í Kaupmannahöfn að eftir langa rannsókn hafi ekki tekist að sanna að um íkveikju hafi verið að ræða. Því hafi kæra gegn manninum verið felld niður og honum sleppt lausum. Málið hefur sömuleiðis verið látið niður falla.

Íslend­ing­ur­inn lést eft­ir að kviknað hafði í smá­hýsi á eyj­unni Ama­ger, sem til­heyr­ir að hluta til Kaup­manna­höfn, aðfaranótt þriðju­dags­ins 9. nóv­em­ber í fyrra.

39 ára karl­maður var hand­tek­inn vegna máls­ins, sem var rann­sakað sem íkveikja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert