Grunur um íkveikju eftir lát Íslendings

Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um íkveikju í húsi þar …
Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um íkveikju í húsi þar sem Íslendingur fannst látinn. AFP

Karlmaður á fertugsaldri er grunaður um íkveikju í húsnæði í Kaupmannahöfn, þar sem Íslendingurinn fannst látinn. Hinn grunaði er í haldi lögreglunnar í Kaupmannahöfn en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald á fimmtudag.

RÚV greinir frá.

Íslendingurinn lést eftir að kviknað hafði í smáhýsi á eyjunni Amager, sem tilheyrir að hluta til Kaupmannahöfn, aðfaranótt þriðjudags í síðustu viku.

Lögreglan í Danmörku rannsakar hvort Íslendingurinn hafi verið látinn áður en kviknaði í húsnæðinu.

Málið er rannsakað sem íkveikja. 39 ára karlmaður hefur verið handtekinn vegna málsins en hann hefur neitað sök.

Íslensk lögregluyfirvöld hafa staðfest við ríkisútvarpið að hinn látni hafi verið Íslendingur og að búið sé að hafa samband við aðstandendur hans.

mbl.is